Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tudor stýrir Juventus á HM í sumar
Tudor var leikmaður Juventus frá 1998 til 2007 og hefur meðal annars þjálfað Galatasaray, Udinese og Lazio á þjálfaraferlinum.
Tudor var leikmaður Juventus frá 1998 til 2007 og hefur meðal annars þjálfað Galatasaray, Udinese og Lazio á þjálfaraferlinum.
Mynd: EPA
Igor Tudor var á dögunum ráðinn sem aðalþjálfari Juventus eftir brottrekstur Thiago Motta.

Juventus tilkynnti ráðninguna á Tudor en hefur ekki gefið neinar upplýsingar um samninginn sem var gerður við þjálfarann.

Ítalskir fjölmiðlar hafa verið að spyrjast fyrir um þennan samning og eru flestir sammála um að Tudor hafi fengið skammtímasamning sem gildir þar til um miðjan júlí, með möguleika á framlengingu ef vel gengur undir hans stjórn.

„Igor Tudor verður með okkur út tímabilið, hann þjálfar liðið á HM félagsliða og svo munum við taka stöðuna. Við vonum að honum muni ganga vel svo við getum gefið honum lengri samning. Hann hefur mikilvæga eiginleika sem henta vel í þetta starf," segir Cristiano Giuntoli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus.

Tudor er sagður hafa verið að keppast við Roberto Mancini um þjálfarastarfið hjá Juve og ákváðu stjórnendur félagsins að ráða frekar Tudor inn vegna sveigjanleika hans í samningsmálum. Mancini var með aðrar kröfur.
Athugasemdir
banner
banner