
„Tilfinningin er frábær. Virkilega sætur sigur á móti sterku KA liði. Það var helvíti erfitt að brjóta þá á bak aftur.“ Sagði Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals eftir 6-4 sigur á KA í vítaspyrnukeppni, sigurinn kemur Valsmönnum í bikarúrslit.
Lestu um leikinn: KA 4 - 6 Valur
„Við skoruðum 1 mark á 120 mínútum. Það var ekki alveg nógu gott, mér fannst við ekki alveg nógu klókir á seinasta þriðjungnum en þetta hófst í vítakeppni og að skora úr 5 vítum, við getum verið mjög ánægðir með það“
„Það vantaði örlítið meiiri klókindi á seinasta þriðjungi til að klára þetta alveg en ég verð að viðurkenna mér er drullu sama um það. Við unnum þetta helvíti.“
Kristinn Freyr var einnig spurður hvort hann hafi séð atvikið þar sem Rajko var haldið: Nei og mér gæti ekki verið meira sama.
Nánar er rætt við Kristinn í spilaranum fyrir ofan, meðal annars um óskamótherja í úrslitaleiknum.
Athugasemdir