Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fim 30. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Hafnir unnu toppslaginn - Mídas með fullt hús
Mynd: Hafnir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru fjórir leikir fram í 5. deild karla í gærkvöldi þar sem Hafnir unnu toppslaginn gegn Álftanesi í A-riðli.

Álftanes tók forystuna með marki frá Elvari Frey Guðnasyni í fyrri hálfleik en Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson og Kormákur Andri Þórsson sneru stöðunni við með mörkum skömmu eftir leikhlé.

Heimamenn í Höfnum héldu forystunni til leiksloka og skópu góðan sigur til að hirða toppsætið. Hafnir eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, en Álftanes er tveimur stigum eftirá eftir þetta tap og búið að spila auka leik.

Í B-riðli er Mídas áfram með fullt hús stiga eftir þægilegan sigur gegn Uppsveitum, þar sem Gunnar Hákon Unnarsson skoraði tvennu í 4-0 sigri. Mídas er með tólf stig eftir fjórar umferðir á meðan Uppsveitir eiga þrjú stig eftir þrjá leiki.

SR lagði þá Reyni Hellissandi er liðin mættust í Ólafsvík á meðan Smári rúllaði yfir Afríku. Kristján Gunnarsson setti þrennu í stórsigri Smára og gerði Benedikt Svavarsson tvennu fyrir Skautafélagið.

SR er með sex stig eftir þrjár umferðir og Smári er enn taplaus, með sjö stig.

Hafnir 2 - 1 Álftanes
0-1 Elvar Freyr Guðnason ('30 )
1-1 Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('50 )
2-1 Kormákur Andri Þórsson ('55 )

Mídas 4 - 0 Uppsveitir
1-0 Gunnar Hákon Unnarsson ('15 )
2-0 Kristófer Dagur Sigurðsson ('18 )
3-0 Gunnar Hákon Unnarsson ('50 )
4-0 Ragnar Ingi Þorsteinsson ('78 , Sjálfsmark)
Rautt spjald: Pétur Geir Ómarsson , Uppsveitir ('85)

Afríka 0 - 8 Smári
0-1 Alex Rúnar Ákason ('6 )
0-2 Alexander Fannberg Gunnarsson ('7 )
0-3 Sölvi Santos ('13 )
0-4 Alex Rúnar Ákason ('40 )
0-5 Kristján Gunnarsson ('44 )
0-6 Kristján Gunnarsson ('47 )
0-7 Kristján Gunnarsson ('52 )
0-8 Axel Garðar Axelsson ('83 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Pavel Nazarov, Afríka ('39)

Reynir H 0 - 4 SR
0-1 Markús Pálmi Pálmason ('2 )
0-2 Benedikt Svavarsson ('49 )
0-3 Benedikt Svavarsson ('89 )
0-4 Friðrik Þór Ólafsson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner