Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Di María ekki búinn að ná samkomulagi við Inter Miami
Mynd: EPA
Argentínski kantmaðurinn Ángel Di María er ekki búinn að ná samkomulagi við Inter Miami þrátt fyrir orðróm þess efnis.

Di María verður samningslaus í sumar eftir að hafa átt gott tímabil með Benfica í portúgalska boltanum, þar sem gamla kempan kom að 32 mörkum í 48 leikjum.

Di María er 36 ára gamall og var með möguleika á að framlengja samning sinn við Benfica, en er talinn vilja takast á við nýja áskorun á ferlinum.

Talið er að Inter Miami hafi mikinn áhuga á Di María, en þá gæti Benfica einnig tekist að sannfæra leikmanninn um að skrifa undir eins árs framlengingu á núverandi samningi sínum við félagið.

Benfica endaði í öðru sæti portúgölsku deildarinnar með 80 stig úr 34 umferðum á leiktíðinni og datt úr leik í undanúrslitum portúgalska bikarsins. Þá tapaði liðið gegn Marseille í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner