Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KFS lyfti sér frá fallsvæðinu með stórsigri
Þrír leikmenn skoruðu tvennur
Mynd: KFS
KFS 6 - 1 Kría
1-0 Arnór Sölvi Harðarson ('4 )
2-0 Ásgeir Elíasson ('31 )
2-1 Tómas Helgi Snorrason ('33 )
3-1 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('37 , Mark úr víti)
4-1 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('47 )
5-1 Ásgeir Elíasson ('75 , Mark úr víti)
6-1 Arnór Sölvi Harðarson ('90 )

KFS og Kría áttust við í eina leik dagsins í 4. deildinni þar sem heimamenn í KFS deildu næstneðsta sætinu fyrir upphafsflautið og voru sjö stigum á eftir Kríu.

Arnór Sölvi Harðarson tók forystuna snemma leiks fyrir Eyjamenn og tvöfaldaði Ásgeir Elíasson hana á 31. mínútu.

Tómas Helgi Snorrason minnkaði muninn fyrir Kríu en það reyndist eina mark Seltirninga í dag.

Sæbjörn Sævar Jóhannsson gerði þriðja mark KFS úr vítaspyrnu og var staðan 3-1 í leikhlé.

Sæbjörn Sævar skoraði í upphafi síðari hálfleiks og bættu Ásgeir og Arnór Sölvi mörkum við á lokakaflanum.

Arnór Sölvi, Sæbjörn Sævar og Ásgeir skoruðu því sitthvora tvennuna í 6-1 sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner