Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton reynir að kaupa Summerville frá Leeds
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Crysencio Summerville er eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hefur Brighton sett sig í samband við Leeds United varðandi möguleg félagaskipti.

Stórlið á borð við Liverpool og Chelsea hafa verið að fylgjast með Summerville, sem er 22 ára gamall og leikur sem vinstri kantmaður að upplagi.

Summerville á tvö ár eftir af samningi sínum við Leeds en hann kom að 31 marki með beinum hætti í 49 leikjum á síðustu leiktíð.

Summerville býr einnig yfir reynslu úr ensku úrvalsdewildinni, eftir að hann skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar á 1500 mínútum er Leeds féll tímabilið 2022-23.

Summerville er hollenskur og á 37 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner