Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 30. maí 2024 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Planið að Cecilía verði lánuð - „Kominn tími á það"
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Bayern München
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Planið er að ég fari á láni á næsta tímabili," sagði landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í samtali við Fótbolta.net í gær.

Cecilía sneri nýverið aftur eftir erfið hnémeiðsli sem héldu henni frá vellinum í tæpa tíu mánuði.

Cecilía, sem er tvítug að aldri, lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin núna á dögunum þegar hún hélt hreinu í 4-0 sigri varaliðs Bayern gegn varaliðs Frankfurt í lokaumferð þýsku B-deildarinnar, en hún býst við að fara annað á láni á næstu leiktíð.

„Ég á tvö ár eftir af samningi hjá Bayern. Eins og planið er núna, þá fer ég á láni en það er ekkert ákveðið hvert."

Hún er spennt fyrir því að spila vonandi meira á næsta tímabili, hvar sem það verður.

„Það er kominn tími á það. Ég er komin til baka úr erfiðum meiðslum og það er mikilvægt fyrir mig að spila í hverri viku. Ég er ótrúlega spennt fyrir því," sagði Cecilía.

Hún á framtíðina fyrir sér
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist ekki reikna með því að Cecilía verði í markinu á morgun gegn Austurríki, en hún er nýkomin til baka úr meiðslunum. „Nei, ég á ekki von á því," sagði Þorsteinn en Cecilía talaði um það í viðtalinu í gær að hún væri glöð með það að hitta stelpurnar aftur og fá að lengja tímabilið sitt.

Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals, byrjar líklega gegn Austurríki á morgun en hún hefur leikið vel í síðustu landsleikjum og komið sterk inn.

„Hún hefur staðið sig ótrúlega vel. Hún er ungur markvörður sem er líka að standa sig vel með Val. Hún á framtíðina fyrir sér. Ég er í mjög góðu markvarðarteymi og það er ótrúlega skemmtilegt á æfingum," sagði Cecilía en Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, er líka í teyminu.

Hægt er að horfa á viðtalið við Cecilíu í heild sinni hér fyrir neðan.
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Athugasemdir
banner
banner