Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 30. júlí 2019 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Spiluðum barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með spilamennsku liðsins í síðari hálfleiknum gegn Gróttu en liðið var 2-0 yfir í hálfleik en tókst að glutra forystunni og endaði leikurinn því 2-2.

Sigurður tók við liðinu í byrjun júlí og hefur náð góðum árangri en Stefán Gíslason fór þá til Belgíu og tók við Lommel.

Hann var sáttur með sína menn í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu Gróttumenn tvö mörk.

„Þeir koma af miklum krafti út í seinni hálfleikinn, breyta um kerfi og við spiluðum mjög barnalegan leik fyrstu 10-15 mínúturnar," sagði Sigurður við Fótbolta.net í kvöld.

„Við pældum lítið í hvernig þeir ætluðu að spila þetta og við settum upp okkar leikplan sem er misjafnt milli leikja en það virkaði fínt í fyrri hálfleik og mjög ánægður með það en svo komum við inn í seinni hálfleikinn eins og við gerðum."

Stefán Árni Geirsson, sem var lykilmaður Leiknis í dag, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks er hann mætti of seint í tæklingu.

„Eins og ég sá þetta þá var þetta óheppni hjá honum. Hann ætlaði að stíga hann út og stígur ofan á hann. Mér fannst þetta ekki beint ásetningur að hann ætlaði að brjóta eða henda sér í tæklingu. Óheppni held ég."

Sigurður er ánægður með byrjunina en samt sem áður svekktur með að hafa ekki náð sigri í dag.

„Þetta er mjög gott. Þetta er bara svekkjandi í dag og sorglegt að ná ekki að stela sigrinum í lokin. Fáum tvö dauðafæri en eins og ég segi byrjunin á þessu hjá mér búin að vera mjög skemmtileg," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner