Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ried
Byrjunarlið Íslands - Sandra María ekki í vörninni og Sveindís fremst
Icelandair
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís byrjar fremst á vellinum.
Sveindís byrjar fremst á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM 2025. Leikurinn fer fram í Ried í Austurríki og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, byrjar á vinstri kanti en ekki í vinstri bakverði eins og var í líklegu byrjunarliði Fótbolta.net í gær. Guðný Árnadóttir kemur þá inn í liðið frá því síðast og Guðrún Arnardóttir byrjar í vinstri bakverði.



Það er óhætt að segja að það sé mikið undir í þessum landsleikjaglugga fyrir íslenska liðið. Stelpurnar byrja á því að spila við Austurríki á útivelli á eftir og svo eiga þær heimaleik gegn sama liði á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.

Ísland og Austurríki hafa bæði tapað gegn Þýskalandi og sigrað Pólland í fyrstu tveimur umferðum undankeppninnar. Bæði lið eru því með það sama í huga fyrir þessa tvo leiki: Að komast beint á EM.

Ef Ísland vinnur báða þessa leiki, þá er EM-sætið bókað hjá stelpunum nema Pólland vinni einn leik gegn Þýskalandi. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt og talsvert góðar líkur á að tveir sigrar gegn Austurríki komi til með að duga til að tryggja sætið. Ísland færi þá pressulaust inn í síðasta gluggann í undankeppninni.

En austurríska liðið verður alls ekki auðvelt viðureignar. Þær unnu Pólland og stríddu Þýskalandi í síðasta glugga. Fyrirfram er búist við frekar jöfnum leik á föstudaginn, en það verður gaman að sjá hvernig Ísland kemur úr þessu prófi.
Athugasemdir
banner