Heimild: Sky
Brasilíski miðjumaðurinn Geovanni sem lék með Hull City og Manchester City vill spila aftur á Englandi samkvæmt umboðsmanni leikmannsins.
Geovanni, sem er 32 ára gamall leikur með Vitoria í heimalandinu en félagið virðist reiðubúið að leyfa honum að yfirgefa félagið í janúar eða í sumar. Umboðsmaður hans, Herbert Soo segir að nokkur lið úr Evrópu hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir en hugur hans leitar til Englands.
,,Geovanni væri til í að fara aftur til Englands. Við höfum fengið nokkur tilboð í hann annars staðar úr Evrópu, en hugur hans leitar til Englands," sagði Soo.
,,Hann naut þess virkilega mikið að spila á Englandi. Hann elskaði stuðningsmennina og andrúmsloftið á leikjunum. Hann segist enn hafa hæfileikana í að spila í efstu deild þar, svo við erum að skoða þá möguleika," sagði hann að lokum.
Geovanni spilaði með Manchester City tímabilið 2007-2008 er hann skoraði þrjú mörk í 19 leikjum undir stjórn Sven Göran Eriksson. Hann spilaði svo tvö tímabil með Hull City áður en hann fór til San Jose Earthquakes í MLS-deildinni.