Hjörvar Hafliðason sparkspekingur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 þar sem rætt var um landsliðshópinn sem valinn var fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Póllandi og Slóvakíu.
Hjörvar furðar sig mjög á valinu á Frederik Schram sem varið hefur mark U21-landsliðsins.
Frederik er varamarkvörður Vestsjælland og finnst Hjörvari hann alls ekki hafa gert nóg til að hægt sé að réttlæta það að hann sé valinn í A-landsliðið.
Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjörvar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir