Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fös 07. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Daði Rafns spáir í 16. umferð í Pepsi-deild kvenna
Daði Rafnsson (til hægri) er spámaður umferðarinnar.
Daði Rafnsson (til hægri) er spámaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Cloé Lacasse leikmaður ÍBV.
Cloé Lacasse leikmaður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jafntefli verður niðurstaðan í toppslagnum samkvæmt spá Daða.
Jafntefli verður niðurstaðan í toppslagnum samkvæmt spá Daða.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
16. umferðin í Pepsi-deild kvenna er á dagskrá í kvöld og á morgun. Breiðablik og Þór/KA mætast meðal annars í stórleik á Kópavogsvelli á morgun.

Daði Rafnsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, spáir í leikina að þessu sinni.



Valur 3 - 0 FH (19:15 í kvöld)
Valsarar hafa lítið að spila fyrir lengur, eru úr leik um titilinn og í raun skiptir engu máli hvort þær lenda í 3. eða 4. sæti. FH getur fallið tapi þær þessum leik og munu berjast fyrir sínu. Valsarar hafa skorað mikið gegn liðum í neðri hlutanum og hafa of mikil gæði fram á við fyrir FH, en landsliðskonurnar gætu verið í lágum gír eftir vonbrigði vikunnar.

Stjarnan 2 - 1 KR (19:15 í kvöld)
Stjarnan ætlar að reyna að klára tímabilið með sóma og eru að vanda hættulegar fram á við. KR getur náð í mikilvæg stig í fallbaráttunni og hafa verið stigvaxandi eftir verslunarmannahelgi. Hörkuleikur endar með sigri heimastúlkna þar sem Telma Hjaltalín klárar dæmið.

Selfoss 1 - 0 HK/Víkingur (14:00 á morgun)
Bæði lið hafa gefið eftir frá miðbiki sumars. Stórmeistarajafntefli gæti tryggt báðum sæti í deildinni að ári en tap gæti haldið öðru liðinu á tánum. Það er erfitt að fara á Selfoss sama hvernig leikmannahópur þeirra er skipaður. Magdalena Reimus skorar eftir fast leikatriði.

Grindavík 1 - 2 ÍBV (14:00 á morgun)
Grindavík gæti svo gott sem fallið átti með því að lenda sex stigum eftir næsta liði eftir helgina og það er pressa á liðinu. ÍBV hefur spilað vel undanfarið og munar um að Cloe Lacasse er komin í gírinn, Bryndís Lára í markið og með gott lið spila þær pressulausar. Vindurinn suður með sjó feykir boltanum oftar í netið hjá þeim gulu og verkefnið framundan verður erfitt.

Breiðablik 1 - 1 Þór/KA (14:00 á morgun)
Stórleikurinn sem gæti farið langt með að ráða úrslitum. Blikar hafa átt erfitt uppdráttar gegn Þór/KA frá 2015. Leikstíll Blika hentar norðankonum mjög vel og þær hafa oft náð að verjast djúpt og stinga sér svo beittar fram á við. Finnst líklegt að Blikar skori fyrst en Þór/KA jafni þegar líður á leikinn í mjög jöfnum og spennandi leik og spennan haldi áfram yfir í næstu umferð. Ef Þór/KA skorar fyrst gæti orðið á brattan að sækja fyrir þær grænu.

Fyrri spámenn:
Helena Ólafsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (3 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (2 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (2 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (2 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner