Kristijan Jajalo, sem hefur staðið í marki Grindavíkur síðustu árin, er í leit að nýju liði.
Jajalo, sem er fæddur 1993, kom til Grindavíkur árið 2016 frá HSK Zrinjski Mostar í Bosníu og Herzógóvínu. Hann hefur staðið sig með prýði í Grindavík síðustu árin en ætlar að finna sér nýtt lið fyrir næsta tímabil.
„Ég myndi líklega segja þér það en ég veit það ekki sjálfur," sagði Jajalo þegar fréttamaður Fótbolta.net grennslaðist fyrir um það hvort Jajalo væri búinn að finna sér nýtt lið. „Umboðsmaður minn er að vinna í þessum málum."
Jajalo hefur verið orðaður við FH en hann segir að planið sitt sé að vera áfram á Íslandi.
„Planið mitt er að vera áfram á Íslandi en ég veit ekki hvort það verður að veruleika. Eins og segi þá er umboðsmaður minn að vinna í þessum málum. Þetta á eftir að koma í ljós," sagði markvörðurinn en hér að neðan má sjá Twitter-færslu hans þegar hann ákvað að segja skilið við Grindavík.
After two and a half seasons it’s time to say goodbye Grindavík. It was an amazing journey with you guys. From the first day i felt like I’ve been here for long time, you are for me like family. Big thanks to everyone in the club it’s been a pleasure to be here. #aframGrindavik pic.twitter.com/fqWYwfFiIe
— Kristijan Jajalo (@KristijanJajalo) September 29, 2018
Athugasemdir