Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 10. október 2018 12:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Björn Berg Bryde semur við Stjörnuna (Staðfest)
Björn í leik gegn KR síðastliðið sumar.
Björn í leik gegn KR síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan hefur tilkynnt að félagið hafi samið við miðvörðinn Björn Berg Bryde en leikmaðurinn var samningslaus.

Björn skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna en hann hefur verið lykilmaður í vörn Grindavíkur undanfarin ár eftir að hafa gengið til liðs við félagið árið 2012. Björn hefur alls spilað 126 meistaraflokksleiki og skorað sjö mörk.

Hann mun því spila í Garðabænum næstu árin og er flott viðbót við öflugt lið Stjörnunnar sem er byrjað að undirbúa sig undir næsta tímabil.



Athugasemdir
banner