Hewson skrifar undir samninginn við Fylki í Árbænum í dag. Með honum á myndinni er Hrafnkell Helgason formaður knattspyrnudeildar.
Sam Hewson er genginn til liðs við Fylkis en hann er kynntur til leiks á blaðamannafundi núna klukkan 13:00 í Árbænum.
Hewson skrifar undir þriggja ára samning við félagið.
Hewson skrifar undir þriggja ára samning við félagið.
Hewson hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Grindavík og verið þar algjör lykilmaður. Á tímabilinu sem lauk núna fyrir stuttu spilaði Hewson 22 leiki fyrir Grindavík.
Hann kom til Íslands árið 2011 en hefur þá spilað með Fram, FH, Grindavík og nú Fylki. Hewson er 30 ára gamall en hann lék með unglingaliði Manchester United á sínum tíma.
Samkvæmt heimildum Fótbolti.net hafa nokkur íslensk lið verið áhugasöm um að krækja í Hewson sem og lið á Norðurlöndunum.
Við greindum frá því í morgun að Ásgeir Börkur hefur yfirgefið Fylki og Hewson er væntanlega hugsaður í að fylla hans skarð.
Athugasemdir