Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 01. júlí 2023 17:35
Brynjar Ingi Erluson
Segir Sogndal þurfa að læsa Jónatan inni til að halda honum
Jónatan Ingi Jónsson kom til Sogndal frá FH á síðasta ári
Jónatan Ingi Jónsson kom til Sogndal frá FH á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jónatan Ingi Jónsson er leikmaður sem gæti tekið stórt stökk í sumar eftir að hafa spilað frábærlega með norska B-deildarfélaginu Sogndal síðustu tvö tímabil.

Hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-2 sigri liðsins á Skeid í dag en hann hefur alls komið að átta mörkum á tímabilinu.

Í heildina hefur hann komið að 33 mörkum í 49 leikjum á þessu eina og hálfa ári sem hann hefur verið í Noregi.

Andreas Hopen, íþróttafréttamaður hjá Viaplay, segir að til þess að Sogndal geti haldið honum þurfi félagið að læsa hann inni og vona það besta.

„Eina leiðin fyrir Sogndal til að halda Jónatani Inga Jónssyni er að læsta hann inni til 1. september. Hann var rosalegur á Nordre Åsen í dag,“ sagði Hopen á Twitter.

Hann hefur sýnt mikinn stöðugleika með Sogndal og ef hann heldur áfram á sömu braut er ekkert öruggt að hann klári tímabilið í B-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner