Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 03. apríl 2024 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Guðný Árna: Með einn besta framherja í heiminum
Icelandair
Af landsliðsæfingunni í gær.
Af landsliðsæfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ewa Pajor gegn Íslandi árið 2022.
Ewa Pajor gegn Íslandi árið 2022.
Mynd: EPA
'Það gekk vel síðast, þannig ætli það leggist ekki bara vel í mig að spila aftur hér'
'Það gekk vel síðast, þannig ætli það leggist ekki bara vel í mig að spila aftur hér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu gærdagsins. Framundan er leikur gegn Póllandi á Kópavogsvelli í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á föstudag.

„Þetta leggst mjög vel í mig, Pólland er með einn besta framherja í heiminum í sínu liði. Ég býst bara við hörkuleik við gott lið og það má búast við góðu íslensku liði," sagði Guðný. Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hún er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og hefur skorað 55 landsliðsmörk í 70 leikjum.

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Póllandi og Austurríki í riðli.

„Mér líst mjög vel á riðilinn, er ánægð með þetta og held þetta séu fullt af hörkuleikjum. Fyrirfram eru leikirnir gegn Austurríki og Pólland hörkuleikir en leikir sem hægt er að vinna. Svo vitum við hversu góðar þær þýsku eru, en það er alltaf möguleiki."

„Ég fylgdist með drættinum, ég var alveg smá stressuð þegar ég sá riðilinn með Englandi og Frakklandi og ljóst að annað hvort myndum við enda í honum eða Svíþjóð. Það hefði verið ansi erfitt verkefni, þannig það var smá léttir að vera í þessum riðli, en þetta er erfiður riðill eins og allir riðlarnir í keppninni. Þetta er allt frekar jafnt sem er mjög skemmtilegt."

   22.03.2024 14:50
Einni kúlu frá dauðariðlinum - „Skal viðurkenna að ég fagnaði"

Leikurinn gegn Póllandi fer fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks 16:45. Íslenska liðið lék á Kópavogsvelli gegn Serbíu í Þjóðadeildarumspilinu sem fram fór fyrr á þessu ári.

„Það gekk vel síðast, þannig ætli það leggist ekki bara vel í mig að spila aftur hér. Okkur líður vel á gervigrasinu þannig ég held það sé bara gott fyrir okkur. Ég vil frekar vera á alvöru grasi, en ég held að við séum góðar á gervigrasi og finnst það fínt."

Guðný skipti nýlega til Kristianstad eftir að hafa verið hjá AC Milan síðustu ár. Hún hefur verið að koma inn á í fyrstu leikjunum með nýja liðinu.

„Formið er bara gott held ég, tímabilið er að byrja og ég er að koma úr tímabili með AC Milan. Ég spilaði heilan æfingaleik um helgina, 90 mínútur, þannig mér líður bara vel og er spennt fyrir þessu," sagði Guðný sem ræðir nánar um vistaskiptin til Kristianstad í viðtalinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner