
Stjarnan vann Leikni 6-5 í vítaspyrnukeppni í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1.
Lestu um leikinn: Stjarnan 7 - 6 Leiknir R.
„Við vorum eiginlega tveimur færri í framlengingunni. Óli (Ólafur Finsen) var hálf máttlaus á öðrum fætinum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Garðar Jóhannsson gat ekki spilað framlenginguna eftir að hafa meiðst á mjöðm en þá hafði Rúnar framkvæmt allar skiptingar sínar. Svo meiddist Ólafur en hélt þó áfram leik.
„Vonandi kemur Garðar fljótt aftur til leiks. Leiknismenn sköpuðu engin færi í framleningunni á meðan við áttum ágætis upphlaup. Við áttum möguleika á að skora. Ég er mjög ánægður með sigurinn."
Stuðningsmenn beggja liða voru í besta skapi og skemmtu sér saman í stúkunni.
„Það er frábært að spila við Leikni, frábær stemning og þetta gefur þessu nýja vídd. Það er gaman að fara áfram í þessu móti, þetta er skemmtilegt mót."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir