Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   fös 04. nóvember 2022 14:10
Elvar Geir Magnússon
Unai Emery: Draumur minn að vinna bikar með Villa
Unai Emery stýrir Aston Villa í fyrsta sinn á sunnudaginn þegar liðið mætir Manchester United. Spánverjinn segist vonast til þess að vera lengi hjá Villa.

„Ég vil skapa nýja vegferð fyrir Aston Villa, ég vonast til að vera hérna lengi og reyna að bæta liðið. Minn draumur er að vinna bikar með Aston Villa, það er mín áskorun," segir Emery.

Síðasti titill Villa kom 1996 en þá vann liðið deildabikarmeistaratitilinn.

„Annar draumur minn og markmið er að stýra Aston Villa í Evrópukeppni. En núna þurfum við að hugsa um næsta leik því staðan í deildinni er ekki góð."

„Leikmenn eru ekki að spila eins vel og þeir geta og mitt fyrsta verkefni er að reyna að hjálpa þeim. Ég get reynt að bæta sjálfstraust leikmanna og sýna að ég ber fullt traust til þeirra."

Villa er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Emery tekur við starfinu af Steven Gerrard sem var rekinn í síðasta mánuði.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
7 Newcastle 28 13 6 9 46 38 +8 45
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 West Ham 28 9 7 12 32 47 -15 34
16 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner