Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Bayern heimsækir Augsburg í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Harry Kane og félagar í stórveldi FC Bayern eru með sex stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar þegar aðeins sjö umferðir eru eftir.

Þeir mæta til leiks í fyrsta leik helgarinnar í 28. umferð deildartímabilsins, á útivelli gegn Augsburg sem hefur verið að gera fínt mót og er í baráttu um Evrópusæti.

Bayer Leverkusen situr í öðru sæti og heimsækir fallbaráttulið Heidenheim á morgun, laugardag.

Evrópubaráttulið RB Leipzig tekur á móti Hoffenheim á sama tíma og Freiburg spilar við Borussia Dortmund í spennandi Evrópuslag.

Spútnik lið Mainz tekur á móti fallbaráttuliði Holstein Kiel sem er með tvo sigra í röð, en Mainz situr í fjórða sæti sem stendur með næstu félög á eftir nartandi í hælana.

Að lokum eru tveir leikir á dagskrá á sunnudag, þar sem Evrópubaráttulið Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg heimsækja nýliða St. Pauli sem eru í fallbaráttunni og Werder Bremen sem getur enn reynt að blanda sér í Evrópubaráttuna.

Föstudagur
18:30 Augsburg - Bayern

Laugardagur
13:30 RB Leipzig - Hoffenheim
13:30 Heidenheim - Leverkusen
13:30 Freiburg - Dortmund
13:30 Mainz - Holstein Kiel
13:30 Bochum - Stuttgart
16:30 Werder - Eintracht Frankfurt

Sunnudagur
13:30 St. Pauli - M'Gladbach
15:30 Union Berlin - Wolfsburg
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 28 21 5 2 81 27 +54 68
2 Leverkusen 27 17 8 2 62 34 +28 59
3 Eintracht Frankfurt 27 14 6 7 55 40 +15 48
4 Mainz 27 13 6 8 45 31 +14 45
5 Gladbach 27 13 4 10 44 40 +4 43
6 RB Leipzig 27 11 9 7 41 34 +7 42
7 Freiburg 27 12 6 9 37 40 -3 42
8 Augsburg 28 10 9 9 31 39 -8 39
9 Wolfsburg 27 10 8 9 49 41 +8 38
10 Dortmund 27 11 5 11 48 42 +6 38
11 Stuttgart 27 10 7 10 47 44 +3 37
12 Werder 27 10 6 11 43 53 -10 36
13 Union Berlin 27 8 6 13 25 40 -15 30
14 Hoffenheim 27 6 9 12 33 49 -16 27
15 St. Pauli 27 7 4 16 22 33 -11 25
16 Heidenheim 27 6 4 17 32 52 -20 22
17 Bochum 27 5 5 17 28 55 -27 20
18 Holstein Kiel 27 4 5 18 38 67 -29 17
Athugasemdir
banner
banner