Njarðvíkingar féngu Ólafsvíkinga í heimsókn í Inkasso-deildinni í kvöld og náðu í sterkt stig.
„Sterk og líka á heimavelli að ná í stigið , við erum búnir að vera í basli hérna á heimavelli og fínt að fá stig á móti líka sterku liði."
„Sterk og líka á heimavelli að ná í stigið , við erum búnir að vera í basli hérna á heimavelli og fínt að fá stig á móti líka sterku liði."
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Víkingur Ó.
Njarðvíkingar áttu í basli í fyrri hálfleik á móti sprækum Ólafsvíkingum en komu sterkari út í seinni hálfleikinn.
„Við vorum frábærir í seinni hálfleik, vorum miklu betra liðið á vellinum og gerðum vel."
„Þeir áttu fínan fyrri hálfleik og við náum að matcha þá ágætlega en svo náum við að skora sem er mjög mikilvægt."
Víkingar fá rautt spjad á 81. mín eftir baráttu milli Gonzalo Zamorano og Brynjar Freyrs en hvernig lá þetta fyrir Rabba?
„Ég sé það ekki, samkvæmt því sem þeir tala um að þá sparkar hann í hausinn á honum, ég veit ekki hvort það sé rétt eða ekki."
Aðspurður um hvort að það væru einhverjar breytingar væntanlegar hjá Njarðvíkingum í glugganum sem opnar í næstu viku hafði Rabbi um þetta að segja:
„Ég veit það ekki, það er ekkert komið á hreint."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir