Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. september 2020 14:53
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Blikar ekki í vandræðum með Fjölni
Thomas Mikkelsen skoraði tvennu og hefði getað bætt nokkrum við.
Thomas Mikkelsen skoraði tvennu og hefði getað bætt nokkrum við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 4 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('4)
0-2 Alexander Helgi Sigurðsson ('39)
1-2 Grétar Snær Gunnarsson ('66)
1-3 Thomas Mikkelsen ('76)
1-4 Viktor Karl Einarsson ('79)

Breiðablik er komið upp í annað sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir góðan útisigur gegn fallbaráttuliði Fjölnis í dag.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir strax á fjórðu mínútu eftir góðan undirbúning frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Blikar komust nálægt því að tvöfalda forystuna áður en Alexander Helgi Sigurðsson lét verða að því. Hann fylgdi þá sláarskoti Thomas eftir með föstu skoti sem söng í þaknetinu.

Breiðablik leiddi verðskuldað í leikhlé og voru fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiks afar tíðindalitlar, allt þar til Grétar Snær Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fjölni. Skömmu síðar átti Sigurpáll Melberg Pálsson fast skot sem Anton Ari Einarsson átti í basli með en náði að lokum að handsama.

Fjölnismenn komust ekki nær því að jafna en þetta því Thomas setti sitt annað mark með glæsilegri klippu eftir fyrirgjöf frá Atla Hrafni Andrasyni. Skömmu síðar innsiglaði Viktor Karl Einarsson sigur Blika eftir góðan undirbúning frá Gísla Eyjólfssyni.

Gísli átti svo skot í slá og klúðraði Thomas enn einu færinu undir lokin. Auðveldur sigur Blika staðreynd.

Blikar eru fimm stigum eftir toppliði Vals á meðan Fjölnir vermir botnsæti deildarinnar, með 4 stig eftir 13 umferðir.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner