Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 11:14
Elvar Geir Magnússon
Hafliði Breiðfjörð heiðraður á landsleiknum
Hafliði Breiðfjörð var heiðraður í hálfleik.
Hafliði Breiðfjörð var heiðraður í hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KSÍ og ÍTF heiðruðu Hafliða Breiðfjörð í hálfleik í landsleik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna á föstudaginn.

Hafliði stofnaði vefsíðuna Fótbolti.net og óhætt að segja að hann hafi unnið ómetanlegt starf fyrir íslenskan fótbolta.

Nýr eigendahópur tók við rekstri Fótbolta.net um síðustu mánaðamót.

Ólafur Hrafn Ólafsson varaformaður ÍTF og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ veittu Hafliða blómvönd og treyju við dynjandi lófatak í stúkunni þar sem forseti Íslands var meðal viðstaddra.
Athugasemdir
banner