„Sóknarlega virðist þeim vanta níu sem getur skorað tíu mörk eða þar í kring í Bestu deildinni," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, um Aftureldingu í upphitun fyrir Bestu deildina.
Nýliðarnir úr Mosfellsbæ töpuðu 2-0 fyrir Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar og í viðtali eftir leikinn útilokaði þjálfarinn Magnús Már Einarsson ekki að það myndi koma inn sóknarmaður fyrir gluggalok.
Nýliðarnir úr Mosfellsbæ töpuðu 2-0 fyrir Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar og í viðtali eftir leikinn útilokaði þjálfarinn Magnús Már Einarsson ekki að það myndi koma inn sóknarmaður fyrir gluggalok.
„Við erum með opin augun fyrir því að bæta við einum manni. Það er enginn að fara að labba inn á morgun. Glugginn lokar í apríl og það gæti vel verið að það bætist við maður áður en það gerist," sagði Magnús í viðtali eftir leik.
„Við erum með góðan hóp, allir heilir og mjög flott liðsheild. Við sjáum bara til hvað gerist."
Í upphitunarþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport var sagt að Afturelding hefði verið nálægt því að ná samningum við reynslumikinn danskan sóknarmann, Ronnie Schwartz. Það hafi hinsvegar runnið út í sandinn.
Athugasemdir