Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool segir að viðræður um nýjan samning séu að þokast í rétta átt.
Þessi 33 ára gamli leikmaður verður samningslaus í lok tímabilsins og miðvörðurinn sagði í mars að hann hefði ekki hugmynd um hvort hann yrði áfram á Anfield.
Varnarmaðurinn er einn af þremur stórstjörnum Liverpool sem eru að nálgast lok samninga sinna, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold hafa einnig ekki skrifað undir framlengingu.
„Það eru framfarir, já,“ segir Hollendingurinn. „Ég veit ekki [hvort ég verð áfram], við sjáum til. Það eru viðræður í gangi. Ég elska félagið, ég elska stuðningsmennina."
Van Dijk gekk til liðs við Liverpool á 75 milljónir punda frá Southampton árið 2018. Hann hefur skorað 26 mörk í 323 leikjum fyrir Liverpool.
Athugasemdir