Það er óhætt að segja að Jeremy Mathieu lifi í dag öðruvísi lífi en fyrir nokkrum árum síðan.
Mathieu er fyrrum leikmaður Barcelona og spilaði þar með stórstjörnum á borð við Lionel Messi, Neymar og Andres Iniesta.
Mathieu er fyrrum leikmaður Barcelona og spilaði þar með stórstjörnum á borð við Lionel Messi, Neymar og Andres Iniesta.
Í dag hins vegar starfar hann sem sölumaður í íþróttaverslun í Marseille í Frakklandi.
Mynd af honum fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann er að störfum í Intersport versluninni sem hann starfar í. Það er talið að hann sé verslunarstjóri í þessari tilteknu verslun.
Mathieu, sem hefur einnig verið að sækja þjálfaragráður, lagði skóna á hilluna árið 2020 eftir að hafa leikið í þrjú ár með Sporting Lissabon í Portúgal.
Athugasemdir