Víkingur tekur á móti ÍBV í 1. umferð Bestu deildarinnar í dag, leikurinn hefst klukkan 18:00.
Það ríkir ákveðin óvissa um ÍBV, það hafa ekki margir séð liðið spila í vetur. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var spurður út í ÍBV og mögulega óvissu fyrir leikinn.
Það ríkir ákveðin óvissa um ÍBV, það hafa ekki margir séð liðið spila í vetur. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var spurður út í ÍBV og mögulega óvissu fyrir leikinn.
„Já, við vitum hvað við erum að fara út í, erum búnir að sjá nokkra leiki með liðinu og sjá hvernig þeir eru búnir spila. En síðan veistu aldrei hvernig lið síðan stilla upp á móti Víkingi, oft hafa lið breytt út frá sinni leikfræði þegar þau mæta okkur, annað hvort fallið meira til baka eða sett auka mann í vörnina. Þannig við erum undirbúnir fyrir hvoru tveggja," sagði Sölvi.
„Það er líka dálítið þannig í fyrstu umferðunum að menn eru að þreyfa á hinum liðunum og maður sér kannski betur seinna í mótinu hvernig andstæðingurinn hefur spilað. Við erum svo sem viðbúnir fyrir öllu hvernig ÍBV spilar."
Verður full stúka?
„Ég ætla að vona það, Víkingar hafa verið duglegir undanfarin ár að styðja okkur og þeir eru lykilþáttur í velgengni okkar. Ég vona að þeir láti sjá sig, spennandi tímabil framundan og við, liðið og stuðningsmenn, höldum áfram að skapa góðar minningar saman," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir