Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   lau 06. maí 2023 00:17
Sölvi Haraldsson
Úlli: Fjölnisliðið í dag er topp 10 fótboltalið á Íslandi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum í smá tíma að aðlagast aðstæðum og mér finnst við svo ná góðum tökum á þeim í fyrri hálfleik. Manni fannst eins og markið væri alltaf á leiðinni í fyrri hálfleik. Maður var líka ánægður með 0-0 í hálfleik vitandi það að maður væri með vindinn í baki í seinni. Við gátum samt ekki neitt í seinni hálfleik þannig það var mjög sætt að skora þarna undir restina. Stórt hrós líka á, það verður alls ekki auðvelt fyrir lið að koma hingað í sumar." sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir dramatískan sigur Fjölnismanna í Þorlákshöfn.


Lestu um leikinn: Ægir 0 -  1 Fjölnir

Þetta hlýtur að sýna karakterinn í liðinu að klára leikinn í lokin eftir að hafa átt erfiðan seinni hálfleik?

„Heldur betur, ég man bara eftir einu góðu skoti hjá okkur í seinni hálfleik. Við sýndum úr hverju við erum gerðir í dag og við erum klárir í hvað sem er."

Hver er þín skoðun á vítaspyrnudómnum?

„Þegar ég sé þetta live fannst mér þetta vera alltaf brot en ég sá ekki hvort þetta hafi verið fyrir innan eða utan teig. Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru samt að rífast yfir samt þegar hann dæmdi vítið. En ég skil vel að þeir skulu kvarta það sem þetta er algjört högg í magann fyrir þá. En geggjað hlaup hjá Danna sem á þetta til í vopnabúrinu. Ég treysti því samt að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun."

Þið missið Lúkas Loga í vetur og fáið Mána Austmann inn rétt fyrir mót, er Máni hugsaður sem leikmaður sem á að taka við af Lúkasi ?

„Nei, Lúkas er bara farinn og vonandi gengur honum bara vel hjá Val. Hann er einstakur leikmaður en við erum með öðruvísi leikmenn sem geta leyst hann af. Það sem við fáum inn með Mána er að hann er sterkur í boxinu og hann er góður að fá hann milli línanna. Hann er mjög fjölhæfur og við fáum helling frá honum. Hinsvegar erum við með marga sóknarmenn og allskonar týpur af þeim. Ég er samt mjög ánægður að fá Mána inn."

Ykkur er spáð í þriðja sæti af fyrirliðum og þjálfurum, hvernig leggst það í þig?

„Mjög eðlileg spá. ÍA er mjög stórt félag og með öfluga leikmenn. Grindavík líka sem eru með marga leikmenn með góð gæði. Mér finns mjög eðlilegt að spá þeim í fyrsta og öðru sæti. Einnig finnst mér það mjög eðlilegt að spá okkur í þriðja sæti. Ég segi samt blákalt það að mínu mati er Fjölnisliðið í dag í top 10 yfir bestu fótboltaliðum á Íslandi."


Athugasemdir
banner
banner