Sjötta umferð Bestu deildar karla fer fram í dag og á morgun; þrír leikir í dag og þrír leikir annað kvöld.
Prettyboitjokko spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá rétta. Ásta Eir Árnadóttir spáir í leikina í þessari umferð. Ásta er fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks.
Prettyboitjokko spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá rétta. Ásta Eir Árnadóttir spáir í leikina í þessari umferð. Ásta er fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks.
HK 0 - 3 KA (Í dag 17:00)
KA menn koma HK-ingum niður á jörðina í þessum leik og vinna 3-0 í Kórnum.
Valur 3 - 1 KR (Í kvöld 19:15)
Vandræðin halda áfram hjá KR því miður og Valur vinnur 3-1. Held það verða líka læti í leiknum. 1-2 rauð spjöld.
ÍBV 2 - 2 Víkingur (Á morgun 18:00)
Víkingar líta fáranlega vel út en þetta verður ströggl fyrir þá. Ég spái 2-2 jafntefli. Eyjamenn jafna í lokin. Drama.
FH 3 - 2 Keflavík (Á morgun 19:15)
Tvö lið að ströggla soldið. Keflvíkingar eru peppaðir eftir að hafa skorað mark á Víkinga en FHingar hungraðir eftir tapið fyrir norðan. Þetta fer 3-2 fyrir FH.
Fram 0 - 3 Stjarnan (Á morgun 19:15)
Stjarnan klárar þennan leik, þægilegur 0-3 sigur og Gummi Elite setur 2 mörk og verður sterkastur í þessari umferð.
Fylkir 2 - 4 Breiðablik (Á morgun 20:15)
Blikastrákarnir elska að skora á Wurth, en elska líka að fá á sig mörk þar. Þetta verður annar markaleikur. 2-4 sigur Blika.
Fyrri spámenn:
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
PBT (3 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir