Ólafur Jóhannesson, þjálari Vals var vitaskuld ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn erkifjendunum úr KR.
Patrick Pedersen skoraði tvö mörk og Haukur Ásberg Hilmarsson eitt í góðum sigri Valsmanna.
Patrick Pedersen skoraði tvö mörk og Haukur Ásberg Hilmarsson eitt í góðum sigri Valsmanna.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 KR
„Þetta eru allavega góðar tölur, við vörum þéttir til baka og við vörðumst vel. Fyrst og fremst var þetta mikil vinna. Menn lögðu mikið á sig."
Valur er nú búið að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum og það er Ólafur auðvitað ánægur með.
„Það er takmarkið að vinna sem flesta leiki. Ég er ánægður með að við erum búnir að spila þokkalega stabílt núna."
Daninn, Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í kvöld og var Óli ekkert að skafa undan hæfileikunum hans.
„Patrick Pedersen er besti framherjinn á Íslandi. Hann klárar sín færi og klárar leikina fyrir okkur."
Athugasemdir