„Svekkjandi að tapa, titill í boði. Mér fannst við töluvert sterkari fótboltalega séð en það er svo gríðarlegt 'know-how' í KR-liðinu. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þeir vinna allir sem einn, kunna að loka leikjum og kunna að loka titlum. Það er sá staður sem við viljum vera á. Við getum lært af þessum leik og tekið með okkur inn í mótið," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tap gegn KR í Meistaraleik KSÍ í kvöld.
Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 Víkingur R.
„Ég var ánægður með ákefðina og eftir 25 fannst mér við vera að herja verulega á þá. Þeir voru farnir að bakka og bakka en þeir kunna það. Þeir kunna að loka leikjum og kunna að loka titlum, hafa gert það í margar aldir, á meðan við erum bara að byrja. Lokuðum reyndar titli í fyrra. Við þurfum að gjöra svo vel að læra fljótt til að geta verið með í baráttunni."
Það var smá hiti í leiknum, Stefán Árni kveikti í hlutunum með alvöru tæklingu á Kára Árnasyni í fyrri hálfleik og tvisvar sinnum í síðari hálfeik hópuðust menn saman eftir brot. Fannst Arnari einhver pirringur vera í sínum mönnum?
„Nei, nei, alls ekki. Það var titill í boði og mér finnst að þegar titill er í boði að menn mega sýna hjarta og karakter. Hiti í leiknum og mér fannst bara gaman og svoleiðis á það að vera," sagði Arnar.
Athugasemdir