„Gríðarlega sárt. Við börumst eins og ljón og mér fannst við standa okkur vel í þessum leik og gott svar við frammistöðunni á móti Val." sagði Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis eftir grátlegt tap á móti Breiðablik í kvöld í Árbænum
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Breiðablik
Fylkir fékk á sig annað markið undir lokin eftir hornspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni „Þetta mark upp úr hornspyrnu í axlarhæð eða eitthvað og fer í einhvern og inn sem á ekki að gerast."
„Við vorum búnir að standa okkur vel í föstum leikatriðum og mér fannst við loka vel á Blikana í allan dag, auðvitað fá þeir alltaf einn og einn séns en ég er stolltur af liðinu, mjög stolltur af frammistöðunni en einbeitingarleysi sker um leikinn í dag og þá klára Blikarnir bara leikinn"
Fylkir tapaði stórt á móti Val í síðustu umferð og það var allt annað að sjá til Fylkis í kvöld.
„Já, menn komu aðeins úr skelinni og hættu að spila eins og aumingjar, kassinn út og sýna smá stollt. Menn þurfa að spila almennilega í þessari deild, við höfum trú á þessu liði og þeir gerðu það svo sannarlega þó úrslitin hafi ekki dottið með okkur. Þetta var gríðarlega svekkjandi eftir alla orkuna sem við löggðum í þessa deild.
Ragnar Bragi var spurður hvort þetta myndi ekki gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í deildinni.
„Já klárlega. Við þurfum að hafa grunninn í lagi og við þurfum að hitta á góðan leik í hverjum einasta leik útaf þetta er hörku deild og ég er ánægður með svarið í dag."