Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mán 08. maí 2023 23:11
Anton Freyr Jónsson
Ragnar Bragi: Menn komu aðeins úr skelinni og hættu að spila eins og aumingjar
Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis.
Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega sárt. Við börumst eins og ljón og mér fannst við standa okkur vel í þessum leik og gott svar við frammistöðunni á móti Val." sagði Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis eftir grátlegt tap á móti Breiðablik í kvöld í Árbænum


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

Fylkir fékk á sig annað markið undir lokin eftir hornspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni „Þetta mark upp úr hornspyrnu í axlarhæð eða eitthvað og fer í einhvern og inn sem á ekki að gerast."

„Við vorum búnir að standa okkur vel í föstum leikatriðum og mér fannst við loka vel á Blikana í allan dag, auðvitað fá þeir alltaf einn og einn séns en ég er stolltur af liðinu, mjög stolltur af frammistöðunni en einbeitingarleysi sker um leikinn í dag og þá klára Blikarnir bara leikinn"

Fylkir tapaði stórt á móti Val í síðustu umferð og það var allt annað að sjá til Fylkis í kvöld.

„Já, menn komu aðeins úr skelinni og hættu að spila eins og aumingjar, kassinn út og sýna smá stollt. Menn þurfa að spila almennilega í þessari deild, við höfum trú á þessu liði og þeir gerðu það svo sannarlega þó úrslitin hafi ekki dottið með okkur. Þetta var gríðarlega svekkjandi eftir alla orkuna sem við löggðum í þessa deild. 

Ragnar Bragi var spurður hvort þetta myndi ekki gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í deildinni.

„Já klárlega. Við þurfum að hafa grunninn í lagi og við þurfum að hitta á góðan leik í hverjum einasta leik útaf þetta er hörku deild og ég er ánægður með svarið í dag."


Athugasemdir
banner