Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 16:09
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Ísabella með þrennu fyrir Val - Víkingur tapaði heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Bestu deild kvenna þar sem Valur vann þægilegan fjögurra marka sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Stjarnan

Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eina markið í tíðindalitlum fyrri hálfleik en Valur réði gangi mála í síðari hálfleik, þar sem Ísabella Sara Tryggvadóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.

Lokatölur urðu 4-0 og er þetta mikilvægur sigur fyrir Val í toppbaráttunni. Stjarnan situr eftir í fimmta sæti með 9 stig á meðan Valur er í öðru sæti með 18 stig.

Valur 4 - 0 Stjarnan
1-0 Berglind Rós Ágústsdóttir ('24)
2-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('49)
3-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('67)
4-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('87)



Víkingur R. tapaði þá á heimavelli gegn Keflavík en staðan var markalaus í leikhlé og tóku gestirnir forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir skoraði þá eftir mikinn atgang í vítateig Víkinga og varð leikurinn afar spennandi um miðbik seinni hálfleiks.

Bæði lið fengu góð færi til að skora en nýttu ekki og lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík, sem klifrar upp úr fallsæti með þessum sigri.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 1 Keflavík

Víkingur R. 0 - 1 Keflavík
0-1 Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('52)



Að lokum hafði FH betur gegn Fylki í Árbænum, þar sem Snædís María Jörundsdóttir tók forystuna fyrir Hafnfirðinga snemma leiks eftir að hafa leikið á markvörð heimakvenna.

Bæði lið fengu hálffæri en tókst ekki að ógna mikið út hálfleikinn og hélst staðan 0-1 allt þar til í síðari hálfleik, þegar Snædís María tvöfaldaði forystuna eftir frábæra stoðsendingu frá Ídu Marín Hermannsdóttur, sem lagði einnig fyrsta mark leiksins upp.

Á 74. mínútu innsiglaði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir sigurinn með einföldu marki eftir fyrirgjöf og urðu lokatölurnar 0-3 fyrir FH í þægilegum sigri í Árbæ.

FH fer upp í fjórða sæti með þessum sigri en Fylkir situr eftir í fallsæti.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 3 FH

Fylkir 0 - 3 FH
0-1 Snædís María Jörundsdóttir ('6)
0-2 Snædís María Jörundsdóttir ('63)
0-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('74)
Athugasemdir
banner
banner