Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Brighton í viðræðum við St. Pauli
Mynd: Getty Images
Enska félagið Brighton hefur sett sig í samband við þýska félagið St. Pauli um þjálfarann Fabian Hürzeler. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Hürzeler stýrði St. Pauli upp í Bundesliguna á nýafstaðinni leiktíð en þessi 31 árs gamli þjálfari er talinn einn sá efnilegasti í Evrópu.

Brighton hefur sýnr honum áhuga síðustu daga en félagið leitar að arftaka Roberto De Zerbi sem sagði starfi sínu lausu í lok síðustu leiktíðar.

Romano greinir nú frá því að Brighton sé búið að setja sig í samband við St. Pauli.

Félögin eru nú í viðræðum um bætur en enska félagið hefur þegar átt jákvæð samtöl með Hürzeler um verkefnið, sem og kaup og kjör.

Hürzeler er nú talinn líklegastur til að taka við af De Zerbi. Hann verður yngsti fastráðni þjálfarinn til að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni, en Ryan Mason var 29 ára gamall þegar hann var ráðinn til bráðabirgða hjá Tottenham árið 2021.
Athugasemdir
banner