Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ var mjög spenntur þegar Fótbolti.net náði tali á honum eftir að lokahópurinn fyrir EM var tilkynntur í Laugardalnum í dag.
„Mér líst vel á hópinn. Ég er glaður fyrir hönd þeirra sem voru valdir en auðvitað finn ég til með þeim vonuðust til að vera með."
Hann finnur til með þeim leikmönnum sem komust ekki í hópinn.
„Það er harður heimur að vera í fótbolta. Það er eitthvað maður lærir í knattspyrnu, stundum er maður inni og stundum úti."
Geir viðurkennir að hann var orðinn afar spenntur fyrir tilkynninguna.
„Þetta var bara eins og rétt fyrir leik, spennan í manni. Nú telur maður niður dagana."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir