Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   þri 09. júní 2015 12:28
Gunnar Birgisson
Gylfi Sig: Þurfum að vera mikið betri með boltann
Icelandair
Gylfi var spenntur fyrir leiknum.
Gylfi var spenntur fyrir leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Sigurðsson leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins var vel gíraður í komandi leik gegn Tékklandi næstkomandi föstudag, landsliðið hélt opna æfingu fyrir fjölmiðlamenn í Laugardal í morgun.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur, auðvitað höfum við verið að spila mikilvæga leiki síðustu 1-2 árin og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að hver leikur sem við spilum er mjög mikilvægur sem er frábært fyrir okkur og þjóðina," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net

„Þetta verður mjög erfiður leikur örugglega mjög svipað og leikurinn úti í Tékklandi, oft erfitt að spila á móti þeim. Við höfum spilað við þá áður og vonandi vitum við við hverju á að búast hjá þeim. Ef við horfum á síðasta leik gegn Tékklandi þurfum við að vera mikið betri með boltann."

Leikurinn úti í Pilzen gegn Tékkum reyndist íslenska landsliðinu erfiður og aðspurður hvort þeir séu komnir með nýtt game-plan sagði Gylfi:
„Við vorum ef ég á að segja alveg eins og er, slakir í þeim leik. Sóknarlega, þar var ekki mikið að gerast, lélegar sendingar og lítil hreyfing á mönnum sem er svolítið ólíkt okkur við höfum verið frískir fram á við síðan Lars tók við okkur. Vonandi breytist það bara núna á heimavelli með góðri stemmingu."

Gylfi var hvíldur í síðasta leik Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
„Hann gaf þremur leikmönnum frí sem höfðu spilað alla leiki liðsins og landsliðsins á tímabilinu, við höfðum allir verið að glíma við smá meiðsli yfir allt tímabilið en ég var alveg heill til að spila síðasta leikinn en hann ákvað að gefa okkur smá lengra frí því sumarfríið hjá okkur er mjög stutt.
Athugasemdir
banner