
Gylfi Sigurðsson leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins var vel gíraður í komandi leik gegn Tékklandi næstkomandi föstudag, landsliðið hélt opna æfingu fyrir fjölmiðlamenn í Laugardal í morgun.
„Þetta er mjög mikilvægur leikur, auðvitað höfum við verið að spila mikilvæga leiki síðustu 1-2 árin og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að hver leikur sem við spilum er mjög mikilvægur sem er frábært fyrir okkur og þjóðina," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net
„Þetta er mjög mikilvægur leikur, auðvitað höfum við verið að spila mikilvæga leiki síðustu 1-2 árin og við erum búnir að koma okkur í þá stöðu að hver leikur sem við spilum er mjög mikilvægur sem er frábært fyrir okkur og þjóðina," sagði Gylfi í samtali við Fótbolta.net
„Þetta verður mjög erfiður leikur örugglega mjög svipað og leikurinn úti í Tékklandi, oft erfitt að spila á móti þeim. Við höfum spilað við þá áður og vonandi vitum við við hverju á að búast hjá þeim. Ef við horfum á síðasta leik gegn Tékklandi þurfum við að vera mikið betri með boltann."
Leikurinn úti í Pilzen gegn Tékkum reyndist íslenska landsliðinu erfiður og aðspurður hvort þeir séu komnir með nýtt game-plan sagði Gylfi:
„Við vorum ef ég á að segja alveg eins og er, slakir í þeim leik. Sóknarlega, þar var ekki mikið að gerast, lélegar sendingar og lítil hreyfing á mönnum sem er svolítið ólíkt okkur við höfum verið frískir fram á við síðan Lars tók við okkur. Vonandi breytist það bara núna á heimavelli með góðri stemmingu."
Gylfi var hvíldur í síðasta leik Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
„Hann gaf þremur leikmönnum frí sem höfðu spilað alla leiki liðsins og landsliðsins á tímabilinu, við höfðum allir verið að glíma við smá meiðsli yfir allt tímabilið en ég var alveg heill til að spila síðasta leikinn en hann ákvað að gefa okkur smá lengra frí því sumarfríið hjá okkur er mjög stutt.
Athugasemdir