
Íslenska kvennalandsliðið vann Sviss með tveimur mörkum gegn einu í æfingaleik í Sviss í dag. Þetta var fyrsti sigur liðsins á Sviss síðan 1986.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum eftir það og hefur Sviss unnið alla leikina.
Lestu um leikinn: Sviss 1 - 2 Ísland
„Það er jákvætt að brjóta niður svoleiðis hluti," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari í samtali við KSÍ eftir leikinn.
„Ég er ánægður með margt í leiknum, það lá á okkur síðustu 7-8 mínúturnar en við leystum það og gerðum það bara vel. Heilt yfir var ég sáttur með það sem við vorum að gera."
Liðið var að spila nýtt leikkerfi en Þorsteinn stillti upp í 3-5-2 leikkerfi.
„Bara að fjölga möguleikum sem við höfum. Það er langt síðan við ákváðum þetta, eftir því sem æfingaleikirnir komu inn þá völdum við að spila á móti Sviss svona miðað við hvernig Sviss spila, það myndi henta að prufa þetta á móti þeim. Sviss er sterkur andstæðingur svo þetta var fínn leikur til að prufa þetta," sagði Þorsteinn.
Hann var ánægður með frammistöðu liðsins í dag.
?????Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir sigurinn gegn Sviss.#dottir pic.twitter.com/LhDlUVGq2w
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 11, 2023