
Afturelding tók á móti Grindavík í dag í Lengjudeild karla og þurftu að sætta sig við 1-3 tap. Mosfellingar byrjuðu vel og komust yfir en eftir það datt krafturinn úr liðinu. Magnús Már, þjálfari liðsins, var að vonum svekktur með úrslitin.
„Það slökknaði á okkur. Við vorum flottir fyrstu mínúturnar eins og þú segir og skorum snemma. Þetta leit vel út en svo bara héldu menn að þetta kæmi að sjálfu sér og alltof margir inni á vellinum sem áttu ekki sinn besta dag og því fór sem fór. Við getum gert miklu betur en þetta. Síðustu leikir hafa verið fínir en bróðurpartinn af þessum leik ekki nægilega góður. Sagði Magnús beint eftir leik.
„Það slökknaði á okkur. Við vorum flottir fyrstu mínúturnar eins og þú segir og skorum snemma. Þetta leit vel út en svo bara héldu menn að þetta kæmi að sjálfu sér og alltof margir inni á vellinum sem áttu ekki sinn besta dag og því fór sem fór. Við getum gert miklu betur en þetta. Síðustu leikir hafa verið fínir en bróðurpartinn af þessum leik ekki nægilega góður. Sagði Magnús beint eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Grindavík
Tveir ungir og efnilegir heimamenn fengu sín fyrstu tækifæri í deildinni í dag. Hrafn Guðmundsson fæddur árið 2006 og Arnar Daði Jóhannesson fæddur árið 2005 komu báðir inn á í seinni hálfleik. Magnús segir það spennandi að fá inn unga og efnilega leikmenn í liðið „Komu báðir fottir inn á og Arnar átti flottar vörslur undir lokin þar sem við vorum manni færri og fengum nokkur færi á okkur. Báðir mjög efnilegir" Sagði Magnús.
Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan. Þar er hann meðal annars spurður út í breytingar í hópnum, næsta ár hjá sér sjálfum og fleira.
Athugasemdir