Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið FCK og Man City: Hákon byrjar en Ísak og Haaland eru á bekknum
Klukkan 16:45 hefst viðureign FC Kaupmannahafnar og Manchester City í G-riðli Meistaradeildarinnar. City er með níu stig eftir þrjá leiki í riðlinum en FCK er með eitt stig og á eftir að skora mark í keppninni.

Liðin mættust á Etihad í síðustu viku og endaði sá leikur með 5-0 sigri Englandsmeistaranna.

Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði FCK í leiknum og Ísak Bergmann Jóhannesson er á bekknum.

Pep Guardiola, stjóri City, gerir fimm breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Southampton um helgina. Erling Braut Haaland er á meðal varamanna í dag.

Byrjunarlið FCK: Grabara, Khocolava, Claesson, Lerager, Daramy, Jelert, Boilesen, Lund, Hákon, Kristiansen, Stamenic.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Akanji, Laporte, Gomez, Rodri, Grealish, Gundogan, De Bruyne, Mahrez, Alvarez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner