Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Mahrez fær 4 - Jorginho og Mount frábærir
Riyad Mahrez í leiknum við FCK
Riyad Mahrez í leiknum við FCK
Mynd: EPA
Ensku félögin Chelsea og Manchester City spiluðu bæði í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Riyad Mahrez átti sérstaklega slakt kvöld gegn FCK á Parken.

Mahrez handlék knöttinn í marki sem Rodri skoraði snemma leiks og var það því dæmt af og svo varði Kamil Grabara vítaspyrnu frá Mahrez stuttu síðar. Markalaust á Parken.

Þetta var erfitt kvöld fyrir Mahrez sem fær 4 í einkunn frá Manchester Evening News.

Einkunnir Man City: Ederson (6), Cancelo (6), Akanji (6), Laporte (7), Gomez (4), Rodri (7), Gundogan (6), De Bruyne (6), Grealish (5), Mahrez (4), Alvarez (5).
Varamenn: Dias (7), Bernardo (6), Foden (6).

Jorginho og Mason Mount voru bestu menn Chelsea í 2-0 sigrinum á Milan samkvæmt Evening Standard News.

Einkunnir Chelsea: Kepa (6), Chalobah (7), Silva (6), Koulibaly (6), James (7), Jorginho (8), Mount (8), Kovacic (7), Chilwell (5), Aubameyang (7), Sterling (6).
Varamenn: Azpilicueta (6), Gallagher (5), Loftus-Cheek (6).
Athugasemdir
banner
banner