Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Enzo Fernandez orðaður við Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona hefur áhuga á Enzo Fernandez, 21 árs Argentínumanni sem spilar fyrir Benfica í Portúgal. Hann kom frá River Plate í sumar og fer gríðarlega vel af stað hjá nýjum vinnuveitendum.

Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Argentínu í síðasta landsleikjaglugga, í 3-0 sigri gegn Hondúras.

Fernandez er hæfileikaríkur miðjumaður sem Benfica keypti á 15 milljónir evra. Ef félagið ætlar að selja hann strax þá er ljóst að sú upphæð mun að minnsta kosti tvöfaldast.

Í síðasta mánuði var fjallað um áhuga Liverpool á Fernandez.
Athugasemdir
banner
banner
banner