Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Franskir miðlar loga út af Mbappe - Campos líka ósáttur
Mynd: EPA
Marca á Spáni greindi frá því í dag að Kylian Mbappe væri ósáttur hjá PSG og vildi fara frá félaginu sem fyrst. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins telur Mbappe félagið hafa svikið loforð sem voru gefin þegar hann skrifaði undir nýjan samning í maí.

Frönsku miðlarnir L'Equipe, Le Pariseien, RMC Sport og footmercato fjalla líka um málið og ýta undir frétt Marca um málið.

Þá segir í frétt Le Parisien að Luis Campos, sérstakur ráðgjafi hjá PSG, vilji einnig fara þar sem stjórnin væri ekki að standa við gefin loforð.

Einhverjar samsæriskenningar eru um að Mbappe sé ósáttur við að þurfa að spila sem 'nía' hjá PSG og vilji vera meira í frjálsu hlutverki á vængnum eins og hjá franska landsliðinu.

Í grein Foot Mercato er sagt frá því að PSG hafi sett 400 milljóna evra verðmiða á Mbappe þegar hann óskaði eftir því að fá að fara frá félaginu í júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner