Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
James meiddist á hné - „Krossa fingur og vona að þetta sé ekki slæmt"
Reece James haltraði af velli
Reece James haltraði af velli
Mynd: EPA
Enski hægri bakvörðurinn Reece James þurfti að fara meiddur af velli er Chelsea vann Milan, 2-0, í Meistaradeildinni á San Siro í kvöld, en hann hélt um hné sitt er hann gekk af velli.

James hefur verið einn af bestu hægri bakvörðum Englands síðustu ár.

Hann hefur spilað lykilhlutverk í liði Chelsea og er þá orðinn fastamaður í enska landsliðinu undir stjórn Gareth Southgate, en stuðningsmenn Chelsea og landsliðsins tóku væntanlega andköf er hann hélt um hné sitt á San Siro, enda stutt í HM í Katar.

Graham Potter, stjóri Chelsea, skipti honum af velli á 62. mínútu og vonast James til þess að þetta sé ekkert alvarlegt en hann fer í myndatöku á morgun.

„Krossa fingur og vona að þetta sé ekki eitthvað slæmt. Takk fyrir alla ástina og skilaboðin," sagði James á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner