Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   þri 11. október 2022 14:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe mjög ósáttur og vill fara frá PSG í janúar
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca hangir samband Kylian Mbappe og PSG á bláþræði. Franski landsliðsmaðurinn er sagður mjög ósáttur og vill hann fara frá félaginu strax í janúar.

Mbappe skrifaði undir samning sem gildir fram á sumarið 2024 í maí. Hann hins vegar var myndaður í búning þar sem stóð á 2025 en í samningnum er ákvæði um auka ár sem einungis Mbappe getur virkjað.

Samkvæmt heimildarmönnum spænska miðilsins bað Mbappe um að fá að fara frá PSG strax í júlí. Honum var bannað að fara til Real Madrid í júlí og er samband Mbappe og franska félagsins á þeim stað að ekki sé hægt að laga það.

Mbappe finnst PSG hafa svikið sig. Stjórnin lofaði honum mörgum hlutum, auknum völdum innan félagsins til þess að sannfæra hann um að skrifa undir auk himinhárra launa. Mbappe vill meina að ekki hafi verið staðið við öll loforðin.

Mbappe vill fara til Real Madrid og var nálægt því síðasta vetur. Á síðustu árum hefur hann einnig verið orðaður við Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner