Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Allt nema mörk á Parken - Juventus fékk skell í Ísrael
Hákon Arnar í leiknum gegn Man City
Hákon Arnar í leiknum gegn Man City
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Maccabi Haifa vann Juventus
Maccabi Haifa vann Juventus
Mynd: EPA
Danska liðið FCK gerði markalaust jafntefli við Manchester City í 4. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn bauð upp á alt nema mörk. Juventus tapaði á meðan fyrir Maccabi Haifa, 2-0, í Ísrael. Man City er komið áfram í 16-liða úrslit.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK gegn Manchester City og þá var Erling Braut Haaland á bekknum hjá enska liðinu.

Man City taldi sig hafa komist yfir á 11. mínútu er Rodri hamraði boltanum í netið fyrir utan teig en eftir skoðun í VAR þá var markið dæmt af. Riyad Mahrez lagði boltann fyrir sig með hendinni í aðdragandanum og lítið út á þennan dóm að setja.

Fjórtán mínútum síðar fékk Man City vítaspyrnu er Nicolai Boilesen handlék knöttinn inn í teig eftir hornspyrnu Man City og fór Mahrez á punktinn, en Kamil Grabara sá við honum í markinu með laglegri vörslu.

Eftir hálftímaleik fékk Sergio Gomez, varnarmaður City, að líta rauða spjaldið er hann rændi Hákon upplögðu marktækifæri. Það kom sending inn fyrir á Hákon en Gomez hélt í hann sem varð til þess að Hákon datt í grasið og eftir skoðun VAR þá var Gomez sendur í sturtu.

Grabara átti góðan dag í marki FCK og stafaði lítil ógn af enska liðinu í þeim síðari. Lokatölur 0-0 á Parken og fagnar danska liðinu þessu stigi enda ekki fyrir alla að halda hreinu gegn einu sterkasta liði heims.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná sem varamaður fyrir Hákon á 62. mínútu leiksins. Man City er á toppnum í G-riðli með 10 stig og komið í 16-liða úrslit en FCK með 2 stig í 3. sætinu.

Juventus tapaði þá fyrir Maccabi Haifa, 2-0, í H-riðli. Omer Atzili kom heimamönnum yfir á 7. mínútu. Juventus var í miklu basli með Haifa í fyrri hálfleiknum og hélt liðið áfram að sækja á italska liðið.

Atzili bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti og átti Wojciech Szczesny ekki möguleika á að verja það.

Bæði lið skiptust á færum í þeim síðari en Juventus komst aldrei til baka og lokatölur 2-0 fyrir Haifa. Juventus er í 3. sæti riðilsins með 4 stig en Haifa í 4. sæti með jafnmörg stig. Það mun reynast erfitt fyrir Juventus að komast upp úr riðlinum úr þessu.

Úrslit og markaskorarar:

G-riðill:

FC Kobenhavn 0 - 0 Manchester City
0-0 Riyad Mahrez ('25 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Sergio Gomez, Manchester City ('30)

H-riðill:

Maccabi Haifa 2 - 0 Juventus
1-0 Omer Atzili ('7 )
2-0 Omer Atzili ('42 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner