Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Rüdiger bjargaði stigi - Umdeilt rautt spjald er Chelsea vann Milan
Fikayo Tomori var sendur í sturtu
Fikayo Tomori var sendur í sturtu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Shakhtar Donetsk náði í stig
Shakhtar Donetsk náði í stig
Mynd: EPA
Úkraínska liðið Shakhtar gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld en á sama tíma vann Chelsea góðan 2-0 sigur á Milan á San Siro. Real Madrid er komið áfram í 16-liða úrslit.

Dinamo Zagreb og Salzburg gerðu 1-1 jafntefli í Zagreb í E-riðlinum á meðan Chelsea lagði Milan, 2-0.

Enska liðið komst yfir á 21. mínútu með vítaspyrnu Jorginho en Fikayo Tomori, varnarmaður Milan og fyrrum leikmaður Chelsea, fékk rauða spjaldið fyrir brot á Mason Mount. Rauða spjaldið þótti afar umdeilt enda virtust átökin ekki af þeim toga að dómarinn ætti að veifa rauðu.

Pierre-Emerick Aubameyang tvöfaldaði forystu Chelsea þrettán mínútum síðar. Chelsea var nánast með fulla stjórn á leiknum allan tímann og landaði þægilegum sigri á Milan.

Chelsea er í efsta sæti E-riðils með 7 stig en Milan í 4. sæti með 4 stig.

Shakhtar Donetsk gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid en leikurinn var spilaður í Póllandi vegna ástandsins í Úkraínu. Oleksandr Zubkov kom Shakhtar yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rüdiger náði að bjarga stigi fyrir Madrídinga seint í uppbótartíma.

Real Madrid er á toppnum í riðlinum með 10 stig. RB Leipzig lagði Celtic, 2-0, í sama riðli. Emil Forsberg og Timo Werner með mörkin.

Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli í G-riðli. Tanguy Nianzou skoraði mark Sevilla áður en enski miðjumaðurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir heimamenn. Dortmund er í öðru sæti með 7 stig en Sevilla með 2 stig í 3. sæti.

PSG gerði þá 1-1 jafntefli við Benfica. Bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnum en Kylian Mbappe kom PSG yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Joao Mario jafnaði um miðjan síðari hálfleikinn.

PSG og Benfica eru bæði með 8 stig í 1. og 2. sæti H-riðils.

E-riðill:

Dinamo Zagreb 1 - 1 Salzburg
0-1 Nicolas Seiwald ('12 )
1-1 Robert Ljubicic ('40 )

Milan 0 - 2 Chelsea
0-1 Jorginho ('21 , víti)
0-2 Pierre Emerick Aubameyang ('34 )
Rautt spjald: Fikayo Tomori, Milan ('18)

F-riðill:

Shakhtar D 1 - 1 Real Madrid
1-0 Oleksandr Zubkov ('46 )
1-1 Antonio Rudiger ('90 )

Celtic 0 - 2 RB Leipzig
0-1 Timo Werner ('75 )
0-2 Emil Forsberg ('84 )

G-riðill:

Borussia D. 1 - 1 Sevilla
0-1 Tanguy Nianzou ('18 )
1-1 Jude Bellingham ('35 )

H-riðill:

Paris Saint Germain 1 - 1 Benfica
1-0 Kylian Mbappe ('40 , víti)
1-1 Joao Mario ('62 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner