Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   þri 11. október 2022 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Mynd: Foreldrarnir hughreystu Áslaugu Mundu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var rekin af velli í byrjun síðari hálfleiks í leik Portúgal og Íslands í umspili fyrir HM í kvöld.

Rauða spjaldið fékk Áslaug fyrir að fara aftan í Jessicu Silva, leikmann portúgalska liðsins og vítaspyrna dæmd.

Þegar endursýningin var skoðuð virtist dómurinn mjög harður og hefði verið réttast að gefa henni gula spjaldið.

Dómarinn fór að VAR-skjánum og stóð við dóm sinn. Áslaug var því send í sturtu en foreldrar hennar hughreystu hana í stúkunni á meðan leik stóð.

Mynd af því má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner