Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   þri 11. október 2022 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Potter: Heppnin var svolítið með okkur þegar Milan missir mann af velli
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: EPA
Graham Potter, stjóri Chelsea, var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á Milan í Meistaradeildinni í kvöld en var ekki viss hvort Fikayo Tomori hafi átt að fá rauða spjaldið.

Jorginho og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu mörk Chelsea í leiknum.

Mason Mount sótti vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að Tomori braut á honum en dómarinn rak Tomori af velli sem virtist frekar harður dómur.

„Það að koma hingað og vinna er ekki auðvelt. Ég verð að hrósa leikmönnunum. Þeir voru virkilega góðir. Við vorum smá heppnir þegar Milan missir mann af velli. Frammistaðan var í heildina góð og gott að sjá liðið halda hreinu og fara héðan með þrjú stig."

Potter segist ekki hafa séð atvikið nógu vel til að dæma um það hvort Tomori hafi átt skilið rauða spjaldið.

„Það er erfitt að sjá þetta frá mínu sjónarhorni. Það leit út eins og hann var með höndina á honum og Mount var kominn í gegn. Ég þarf að sjá þetta betur í endursýningu. Það er gott að fá víti og gott fyrir Jorginho að skora og hreyfingin sem skapaði markið var geggjuð. Það er eins og það er. Stundum falla hlutirnir með manni," sagði Potter í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner