Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar mjög ánægður með Aron - „Þurfum að hugsa um framtíðina"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður lítið undir annað en stoltið í lokaleikjunum í efri hluta Bestu deildarinnar. Evrópubaráttan er ráðin og í gær varð ljóst að Breiðablik er Íslandsmeistari.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ætlar sér að nýta lokaleikina í að gefa allavega einum leikmanni séns í liðinu.

Aron Snær Friðriksson fékk tækifærið í marki KR gegn Val á laugardag.

„Við viljum gefa honum séns, höfum ekki haft tækifæri til þess fyrr í sumar. Ég hef ekki þorað að setja hann inn í bikarleiknum á Stjörnunni í 32-liða úrslitunum. Það var gríðarlega mikilvægur leikur á erfiðum tímapunkti fyrir okkur. Leikurinn á eftir því var á útivelli á móti Njarðvík sem var á blússandi siglingu. Ég vildi ekki taka séns á því, engin ástæða til að breyta um markmann í deildinni þegar Beitir (Ólafsson) er að standa sig vel. Við ætlum að nýta þennan tíma og reyna gefa Aroni allavega einn séns í viðbót, ef ekki tvo. Við þurfum að sjá hann í leik og í leikjum. Hann spilaði aðeins fyrir okkur í vor og er að spila aftur núna. Við þurfum að hugsa um framtíðina."

„Hann var frábær, mjög góður, sparkar vel, var yfirvegaður og spilaði bara mjög vel. Ég er mjög ánægður með hann."


Arnór Sveinn Aðalsteinsson var ekki með gegn Val. Hvernig er staðan á honum?

„Það er algjörlega óvíst hvort hann verði meira með. Við héldum að hann yrði klár í dag en miðað við þær fréttir sem við fengum áðan þá þurfum við að senda hann til læknis og sjá. Það er bara 50:50 hvort hann verði klár í næsta leik eða þá ekkert. Það er annað hvort," sagði Rúnar.
Rúnar: Mér finnst alltaf gaman að vinna fótboltaleiki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner