Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Skammast sín fyrir frammistöðu Juventus en Allegri fer hvergi
Andrea Agnelli
Andrea Agnelli
Mynd: EPA
Andrea Agnelli, eigandi Juventus á Ítalíu, segist skammast sín fyrir frammistöðu liðsins en það tapaði fyrir Maccabi Haifa, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Juventus fékk tvö mörk á sig í fyrri hálfleiknum og átti í miklu basli með ísraelska liðið.

Staðan er nú þannig að Juventus er í 3. sæti riðilsins með 3 stig, fimm stigum á eftir PSG og Benfica. Útlit er fyrir að Juventus missi af sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Massimo Allegri er ekki í heitu sæti samkvæmt Agnelli, en hann fær að minnsta kosti að klára tímabilið.

„Það er ekki þjálfaranum að kenna að við getum ekki einu sinni tæklað boltann. Allegri verður að minnsta kosti út tímabilið. Ég skammast mín fyrir það sem er að gerast. Ég er reiður en ég veit líka að fótbolti er spilaður með ellefu menn, maður tapar og vinnur með ellefu leikmenn," sagði Agnelli við Sky Italia.

„Í þessari stöðu þá snýst þetta ekki um eina persónu. Allur hópurinn þarf að takast á við þetta. Við skömmumst okkar og biðjum stuðningsmenn afsökunar því þeir hljóta að vera niðurlægðir," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner